Tískusýning í Heimilisiðnaðarsafninu

17.07.2011

Sunnudaginn 17. júlí n.k. kl. 15.00 verður haldin tískusýning í Heimilisiðnaðarsafninu á handofnum fatnaði í eigu Guðrúnar Vigfúsdóttur, veflistakonu. Sýningin er í tengslum við Sumarsýningu safnsins “Úr smiðju vefarans mikla”.
Frá kl. 14.00 munu konur sýna ýmisskonar handíðn.

Kaffi og kleinur er innifalið í aðgangseyri.