Vel heppnuð tískusýning á Húnavöku

17.07.2011

Á Húnavöku var margt áhugavert í boði fyrir gesti og gangandi. Meðal þess var tískusýning í Heimilisiðnaðarsafninu sunnudaginn 17. júlí.

Á sýningunni var sýndur klæðnaður úr smiðju veflistakonunnar Guðrúnar J. Vigfúsdóttur, en sumarsýning Heimilisiðnaðarsafnsins er einmitt á verkum hennar.

Elín Sigurðardóttir, forstöðukona safnsins, útvegaði sýningarstúlkur af svæðinu og Eyrún Gísladóttir, dóttir Guðrúnar, sá um að þær fengju allar föt við hæfi. Arnrún Bára Finnsdóttir sá svo til þess að stúlkurnar litu sómasamlega út.

Fjöldi gesta mætti í safnið og vakti sýningin almenna hrifningu, enda  var þar sýndur stórglæsilegur fatnaður. Fötin voru frá árunum 1965 – 1985 en margar flíkurnar hefðu vel átt heima á tískusýningum hönnuða dagsins í dag.

Fleiri myndir frá tískusýningunni er að finna í myndasafninu hér á síðunni.

 

Heimild: www.huni.is