Bókakynningar á aðventunni

17.12.2011

Eins og undanfarin ár voru haldnar bókakynningar í Heimilisiðnaðarsafninu nú á aðventunni. Miðvikudaginn 7. desember var lesið upp úr fjórum bókum:

  • Þessi kona  höfundur Guðríður B. Helgadóttir, kynnti og las.
  • Í nýjum heimi – höfundur Jóhanna Kristín Atladóttir, kynnti og las.
  • Þórdís Spákona – höfundar Dagný Marín Sigmarsdóttir, Svava G. Sigurðardóttir og Sigrún Lárusdóttir, Dagný kynntu og lásu.
  • Nokkur lauf að norðan ll – Birgitta H. Halldórsdóttir las smásögu og kynnti útgáfu Töfrakvenna.

Þá var haldin sérstök bókakynning miðvikudaginn 14. desember þar sem lesið var upp úr nýjum barnabókum:

  • Fangarnir í trénu –    höfundur Harpa Dís Hákonardóttir. Kristín Guðjónsdóttir kynnti og las.
  • Ævintýri tvíburanna –  höfundur Birgitta Hrönn Halldórsdóttir kynnti og las.
  • Saga úr Síldarfirði – höfundur Örlygur Kristfinnsson. Kolbrún Zophoníasdóttir, kynnti og las.

Eftir upplesturinn þáðu gestir veitingar í boði safnsins, ásamt því að höfundar árituðu og seldu bækur sínar.