Ný heimasíða Heimilisiðnaðarsafnsins

28.01.2012

Heimilisiðnaðarsafnið hefur opnað nýja heimasíðu og samhliða tekið í notkun nýtt lén www.textile.is og netfang textile@textile.is

Með nýrri heimasíðu er stuðlað að aukinni bættri kynningu safnsins með skýrri framsetningu og einfaldleika í hönnun.

Auk almennrar umfjöllunar um safnið munu birtast tilkynningar um viðburði í safninu eftir því sem við á.

Jón Sigurðsson, ljósmyndari á Blönduósi, hefur gefið safninu góðfúslegt leyfi til að nota ljósmyndir sínar á heimasíðunni. Er honum hér með færðar sérstakar þakkir. Aðrar ljósmyndir sem notaðar eru á síðunni eru í eigu Heimilisiðnaðarsafnsins.

Fyrsta kastið má gera ráð fyrir að efni síðunnar taki einhverjum breytingum. Notendur eru beðnir um að sýna þolinmæði gagnvart uppfærslum síðunnar.