Söguleg safnahelgi í október

18.10.2012

Þær voru flottar stelpurnar og stóðu sig vel á Sögulegri safnahelgi í Heimilisiðnaðarsafninu um sl. helgi.

Alexandra var eins og engill þegar hún gekk hægum skrefum í gegnum safnið, syngjandi „Sofðu unga ástin mín“ íklædd fermingarkjól frá árinu 1943. Vigdís Jack frá Tjörn á Vatnsnesi átti þennan kjól en móðir hennar saumaði hann fyrir fermingu hennar. Kjóllinn er nú varðveittur í Heimilisiðnaðarsafninu.

Þá sungu þær og spiluðu Margrét Arna og Sigurdís á gítar og saxafón og ungu stúlkurnar, þær Margrét Rún Auðunsdóttir, Jóhanna Skagfjörð Jónsdóttir, Kristrún Hilmarsdóttir, Guðrún Dóra Sveinbjörnsdóttir og Amalía Ósk Hjálmarsdóttir, röltu um klæddar nærklæðnaði frá fyrrihluta 20. aldar. Elín safnstjóri sveipaði um sig sjaltreyju Írisar sem skreytt hefur Sumarsýningu safnsins í sumar.

Í lokin söng Alexandra nokkur lög og var þá komin í gulan silkikjól og Sigurdís mundaði saxafóninn og frumfluttu þær saman lagið „Over the rainbow“. Glæsilegt samspil og frábær stemning í Heimilisiðnaðarsafninu

Fleiri myndir má sjá í myndasafni hér á síðunni.