Stofutónleikar um helgina

22.11.2012

Sunnudaginn 25. nóvember kl. 15.00 verða haldnir Stofutónleikar í Heimilisiðnaðarsafninu. Rut Ingólfsdóttir, fiðluleikari, mun leika verk eftir Johann Sebastian Bach, Eugene Ysaÿe og fleiri.

Stofutónleikar hafa verið að ryðja sér til rúms undanfarin ár og notið síaukinna vinsælda vegna hlýlegs andrúmslofts og notalegrar stemmningar sem á þeim skapast og nálægðar flytjenda og tónleikagesta.

Aðgangseyrir er kr. 1000.- innifalið kaffi og „smá bakkelsi“ að tónleikum loknum.

Tónleikarnir eru styrktir af Menningarráði Norðurlands vestra.