Stórglæsilegir stofutónleikar að baki

5.12.2012

Það var þakklátur áheyrendahópur sem naut þess að hlusta á Rut Ingólfsdóttur, fiðluleikara, flytja einleiksverk á fiðlu í Heimilisiðnaðarsafninu, sunnudaginn 25. nóvember sl.

Á  efnisskránni voru verk eftir Johann Sebastian Bach, Eugene Ysaÿe og fleiri. Rut kynnti hvert verk fyrir sig og höfunda þeirra á milli þess sem hún lék á fiðluna.

Það var einstök upplifun að hlusta á hinn frábæra leik í svona mikilli nálægð við listamanninn en sérstaða Stofutónleika er einmitt sú að þeir eru haldnir gjarnan í heimahúsum eða í rýmum sem ekki eru sérstaklega hönnuð til tónleikahalds. Skapast því gjarnan ólýsanleg stemmning og snerting á milli tónlistarmanns og tónleikagesti.