Viltu sauma þjóðbúning eða laga eldri búning?

12.01.2013

Heimilisiðnaðarsafnið býður upp á námskeið við að sauma upphlut, peysuföt, eða telpnabúning. Einnig aðstoð við að laga eldri búninga.

Námskeiðið mun hefjast um mánaðarmótin janúar/febrúar  ef næg þátttaka fæst og kennt í tíu skipti, 4 klst. í senn.

Leiðbeinandi verður Helga Sigurbjörnsdóttir, Sauðárkróki.

Þátttaka tilkynnist fyrir 14. janúar, nánari upplýsingar veitir Elín í síma 452 4287/862 6147