Lesið í prjón – opnun sumarsýningar

27.05.2013

Sumarsýning Heimilisiðnaðarsafnsins 2013

Sunnudaginn 2. júní kl. 14.00 verður opnuð í Heimilisiðnaðarsafninu sýning Héléne Magnusson

“Lesið í prjón”.

Sýningin tengist útgáfu bókar Héléne “Icelandic Handknits” sem nú þegar hefur komið út í Bandaríkjunum en efni bókarinnar byggir á munum í safninu.

Við opnunarathöfnina mun Ásdís Guðmundsdóttir, söngkona og Sorin Lazar gítarleikari flytja nokkur velvalin lög.

Að vanda verður boðið upp á kaffi og kleinur, mjólk og kókómjólk fyrir börnin.

Aðgangur er ókeypis á opnunina og allir hjartanlega velkomnir.

Menningarráð Norðurl. vestra styrkir sýninguna.