Bók Héléne fáanleg í safninu

25.08.2013

Bókin “Icelandic Handknits” eftir Héléne Magnússon er nú fáanleg í Heimilisiðnaðarsafninu. Efni bókarinnar byggir á rannsóknum Héléne á handprjónuðum munum sem varðveittir eru í safninu. Fjöldi mynda prýða bókina auk þess sem forstöðumaður Heimilisiðnaðarsafnsins ritaði grein um tilurð safnsins og Halldórustofu, ásamt formála.

Með útgáfu bókarinnar er gefin sérlega góð innsýn í prjónahefð Íslendinga á seinni hluta 19. aldar og fyrri hluta 20. aldar. Hárfínn þráðurinn var spunninn úr þeli eða togi íslensku ullarinnar og nýttur í listfengt prjón og vefnað, ýmist með sínum fjölbreytilegu náttúrulegu litum eða jurtalitaður.

Bókin, sem er á ensku, var gefin út í Bandaríkjunum sl. vor og standa vonir til að hún komi út á íslensku á næsta ári.