Heimsókn frá Húnavöllum

25.11.2013

Fyrir stuttu heimsóttu krakkarnir úr sjöunda og áttunda bekk frá Húnavallaskóla Heimilisiðnaðarsafnið og kynntu sér gömul vinnubrögð við að koma ull í fat.
Krakkarnir taka þátt í svokölluðu Comeniusverkefni ásamt nemendum frá Póllandi, Þýskalandi, Noregi, Ítalíu, Bretlandi, Spáni Grikklandi og Tyrklandi og er verkefnið styrkt af Evrópusambandinu. Í verkefninu er áhersla lögð á fortíðina og hvernig hún hefur áhrif á vinnubrögð nútímans. Það rifjaðist fljótt upp fyrir krökkunum hvernig tekið var ofan af, kembt og spunnið, prjónað og slegið í vef enda öll komið áður í Heimilisiðnaðarsafnið en fastir liðir á hverju ári eru m.a. skólaheimsóknir nemenda úr 5. bekkjum allra skóla héraðsins.

Nokkrar myndir úr heimsókninni má sjá hér á myndasíðu safnsins.