Upplestur á aðventu

5.12.2013

Upplestur á aðventu sunnudaginn 8. desember kl. 17:00
(Athugið, breytt tímasetning frá auglýsingu í síðasta Glugga)

Í upphafi verður á boðstólum heitt súkkulaði, kaffi og smákökur.
Síðan verður lesið upp úr eftirtöldum bókum og/eða þær kynntar:

Alla mína stelpuspilatíð
höfundurinn Sigríður Kristín Þorgrímsdóttir, kynnir og les.

Í norðanvindi og vestanblæ – ljóðabók, höfundur Rúnar Kristjánsson. Kolbrún Zophoníasdóttir,
kynnir og les.

Paradísarstræti – höfundur Ulla Lachauer – þýdd af Sigurði H. Péturssyni og Pétri M. Sigurðssyni.
Kristín Guðjónsdóttir, kynnir og les.

Ferðamál á Íslandi – höfundar Edward Hákon Huijbens og Gunnar  Þór Jóhannesson.
Gunnar Þór Jóhannesson, kynnir og les.

Ljós og Náttúra Norðurlands vestra – ljósmyndabók eftir Jón Rúnar Hilmarsson.
Höfundurinn kynnir bókina.

Eftir upplesturinn verður hægt að spjalla við höfunda og kaupa áritaðar bækur.

Minnum á “litlu safnbúðina” þar sem má fá sitthvað til jólagjafa s.s. hinar sívinsælu laufabrauðsvörur.

Allir velkomnir og aðgangur ókeypis.