Íslenski Safnadagurinn í Heimilisiðnaðarsafninu!

15.07.2014

Margt var um manninn í Heimilisiðnaðarsafninu á íslenska Safnadeginum sl.
sunnudag. Á þessum degi er ævinlega boðið upp á sérstaka dagskrá. Konur taka
ofan af, kemba, spinna og prjóna. Þá var setið við útsaum, heklað, gimbað og
slegið í vef. Ef vilji er fyrir hendi þá býðst gestum að spreyta sig á
viðkomandi vinnubrögðum. Bóndakökum var skolað niður með kaffi, kókómjólk
eða safa og ánægjulegt hve margir gáfu sér tíma til að eiga saman
samverustund.

Sumarsýning safnsins “Sporin mín” eftir Þórdísi Jónsdóttur vekur óskipta
athygli gesta – sýning sem fær mikið lof.

Heimilisiðnaðarsafnið er opið alla daga frá 1. júní til 31. ágúst frá kl.
10.00 – 17.00

Sólveig Friðriksdóttir, heklar og Elín Sara Richter prjónar.

Sigríður Ólafsdóttir, kembir ull og Valgerður Guðmundsdóttir,
prjónar.

 Ingibjörg Jónsdóttir, situr við vefstólinn.

Margrét Ásmundsdóttir sýnir útsaum.
Aðrar á myndinni frá vinstri: Arndís Þorvaldsdóttir, Margrét Einarsdóttir og
Berglind Björnsdóttir.