Upplestur í safninu

14.12.2014

Það var óvenju fámennt en góðmennt í Heimilisiðnaðarsafninu sl. laugardag við upplestur á aðventu. Jón Þ. Þór, sagnfræðingur og Elín Guðmundsdóttir, þýðandi, kynntu og lásu upp úr nýjum bókum frá Urði bókafélagi þ.e. “Landnámsmenn í norðri”, “Áður en flóðið kemur” og “Sá er maðurinn ll”. Þá las Kolbrún Zopohoníasdóttir upp úr bókinni Smalinn eftir Sigurð H. Sigurðsson, gefin út af bókaútgáfunni Merkjalæk.

Gestir gæddu sér á heitu súkkulaði og smákökum – nutu góðrar samveru og áttu notalega stund.