Safnið hlýtur styrk til menningarstarfs

7.01.2015

Menningarsjóður Kaupfélags Skagfirðinga hefur veitt Heimilisiðnaðarsafninu styrk til menningarstarfs safnsins að upphæð kr. 300.000.- Úthlutunin fór fram þann 29. desember í Kjarnanum á Sauðárkróki. Styrkhöfum ásamt meðfylgjendum var boðið upp á heitt súkkulaði og rjómatertu sem var afar huggulegt og hátíðlegt. Það er ánægjulegt að finna þann hlýhug og skilning sem nágrannar okkar austan Vatnsskarðs sýna safninu og starfsemi þess í verki með þessum stuðningi.

Meðfylgjandi myndir: Elín S. Sigurðardóttir, safnstjóri, veitir styrknum móttöku. Þórólfur Gíslason, kaupfélagsstjóri og Bjarni P. Maronsson, stjórnarformaður  Menningarsjóðs Kaupfélags Skagfirðinga. Ljósm: Kristín S. Einarsdóttir.