Opnun sumarsýningar

29.05.2015

Guðrún Auðunsdóttir, myndlistamaður, opnar sýningu sína „Fínerí úr fórum formæðra“ sunnudaginn 31. maí kl. 15:00.

Sigrún Eðvaldsdóttir, fiðluleikari, mun strjúka strengi fiðlu sinnar listakonunni til heiðurs.

Sýningin er tileinkuð því að 100 ár eru frá því að íslenskar konur fengu kosningarétt.

Eftir opnunina verður að vanda boðið upp á kaffi og kleinur.

Allir velkomnir – aðgangur ókeypis.