Stofutónleikar á íslenska Safnadaginn

14.05.2015

Heimilisiðnaðarsafnið verður opið á íslenska  Safnadaginn þann 17. maí frá kl. 13:00 til 17:00.
Klukkan 14:00 hefjast Stofutónleikar með Dúó Stemmu, sem skipað er af Herdísi Önnu Jónsdóttur og Steef van Oosterhout. Þau flytja efnisskrá sem samanstendur af íslenskum þjóðlögum, þulum og vísum.

Þau leika á víólu, marimbu, íslenskt steinaspil, allskonar hefðbundin og heimatilbúin hljóðfæri og  skapa skemmtilega stemmningu í tali, tónum og hljóðum.
Aðgangseyrir kr. 1000 – ókeypis fyrir 16 ára og yngri.
Kaffi á könnunni eftir tónleika.