Sumarsýning vekur athygli

10.07.2015

Sýning Guðrúnar Auðunsdóttur “Fínerí úr fórum formæðra” sem opnuð var 30 maí sl. (sjá opnun sýningar) vekur athygli og umtal. Sýningin þykir um margt óvenjuleg þar sem listakonan teflir saman gömlum textílum og ljósmyndum og svo notuð sé lýsing hennar “Horfin tíð, minningar um ungar konur, þeirra tíma fatnað – efniskennd kynslóðanna.
Fer vel á því að tileinka sýninguna þeim tímamótum að 100 ár eru frá því íslenskar konur fengu kosningarrétt.

Sjá má nánari umfjöllun um opnun sýningarinnar í frétt Húnahornsins hér.