Sýning á málþingi

6.10.2015

Í tengslum við málþingið sem haldið var í Kvennaskólanum sunnudaginn 27. september sl. um Jóhönnu Jóhannesdóttur ( 1895-1989) frá Svínavatni, var sett upp lítil sýning í Heimilisiðnaðarsafninu á munum unnum af Jóhönnu. Gaf þar á að líta einkar falleg sjöl úr togi og þeli ásamt fleiri munum sem varðveittir eru í safninu. Þá lánaði Heimilisiðnaðarfélag Íslands nokkrar sjalhyrnur til sýningarinnar allar unnar úr tvinnuðu þeli. Síðast en ekki síst mættu afkomendur Jóhönnu til málþingsins og höfðu meðferðis nokkra muni úr einkaeigu sem einnig voru til sýnis í safninu.

Í lok málþings var gestum boðið að skoða sýninguna ásamt öðrum sýningum safnsins.