Upplestur á aðventu, nk. sunnudag

1.12.2015

Athugið: Áður auglýstum upplestri á laugardag hefur verið frestað vegna slæms veðurútlits til sunnudags 6. desember kl. 14:00.

Sunnudaginn 6. desember kl. 14:00 verður upplestur úr nýjum bókum í Heimilisiðnaðarsafninu.

  • Bjarni Guðmundsson les úr og kynnir bók sína Íslenska sláttuhætti.
  • Stefanía A. Garðarsdóttir les úr bókinni Dagar handan við dægrin eftir Sölva Sveinsson.
  • Sigrún Ásta Haraldsdóttir les úr og kynnir ljóðabók sína Hvíta veggi.
  • Páll Þórðarson les úr bókinni Hersetan á Ströndum og Norðurlandi vestra, eftir Friðþór Eydal.

Eftir upplesturinn verður hægt að kaupa og fá áritaðar bækur þeirra höfunda sem eru viðstaddir.

Minnum á „litlu safnbúðina“ þar sem fá má sitthvað til jólagjafa s.s. hinar sívinsælu laufabrauðs vörur. Athugið enginn posi!

Allir velkomnir og aðgangur ókeypis.