Fyrirlestur um sögu lopapeysunnar

4.06.2016

Sunnudaginn 5. júní kl. 14:00 mun Ásdís Jóelsdóttir, lektor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, flytja fyrirlestur í safninu sem hún nefnir „Saga lopapeysunnar“.

Fyrirlesturinn er byggður á sameiginlegu rannsóknarverkefni Heimilisiðnaðarsafnsins, Hönnunarsafns Íslands og Gljúfrasteini, húsi skáldsins, um íslensku lopapeysuna, sem Ásdís vann.

Að afloknum fyrirlestri, spjallar Ásdís við gesti yfir rjúkandi kaffibolla.

Venjulegur aðgangseyrir gildir.

Allir velkomnir.

 

Ljósm. Ljósmyndasafn Reykjavíkur