Lifandi safn á laugardaginn!

15.07.2016

Í tilefni Húnavöku verður sérstök dagskrá í safninu Laugardaginn 16. júlí milli kl. 14:00 og 16:30.  Konur munu sitja að tóvinnu og þá verður heklað, gimbað og orkerað. Einnig verður sýndur ýmis útsaumur og gestum mun gefast kostur á að spreyta sig á vinnubrögðum.

Heitt verður á könnunni, innifalið í aðgangseyri. Gestir sem klæða sig upp á í þjóðbúning fá ókeypis aðgang.