Frá stofutónleikum

18.12.2016

Stofutónleikar Heimilisiðnaðarsafnsins fóru fram sunnudaginn 27. nóv. þann fyrsta í aðventu. Það voru hjónin Lára Sóley Jóhannsdóttir og Hjalti Jónsson sem fluttu nýjar og gamlar klassískar söngperlur. Tónleikarnir voru ágætlega sóttir, og gestir mjög ánægðir. Þau Hjalti og Lára ýmist sungu, spiluðu á fiðlu og gítar í bland við að rabba við gesti með sínu lagi og má því segja að um hafi verið að ræða sannkallaða stofutónleika.

Eftir tónleikana þáðu allir heitt súkkulaði og smákökur í kaffirými safnsins og nutu samveru.

 

IMG_4131

 

IMG_4126