Safnið opið sunnudaginn 21. maí

17.05.2017

Í tilefni alþjóðlega safnadagsins þann 18. maí n.k. verður
Heimilisiðnaðarsafnið opið sunnudaginn 21. maí frá kl. 13:00 til 17:00
Sérstök athygli er vakin á Sumarsýningu safnsins 2016 eftir Önnu Þóru
Karlsdóttur, sem ber heitið “Vinjar” og allra síðustu forvöð að sjá hana.
Eins og venja er til fá gestir leiðsögn um safnið eftir því sem hver vill.