Stofutónleikar Skagfirska kammerkórsins

18.12.2022

Skagfirski kammerkórinn undir stjórn Helgu Rósar Indriðadóttur söng á Stofutónleikum Heimilisiðnaðarsafnsins á síðasta degi Húnavöku sunnudaginn 17. júlí sl.

Í þetta sinn voru kórfélagar 12 talsins en í raun eru þau nokkru fleiri.

Hér eru á ferðinni fólk sem hittist einu sinni í viku frá hausti fram á vor og njóta þess að syngja saman. Hafa þau lagt sig eftir að syngja í margradda útsetningum laga.

Tónleikar kammerkórsins voru einstaklega skemmtilegir og kórfélagar ásamt stjórnanda sínum fóru á kostum.

 

Stofutónleikar Heimilisiðnaðarsafnsins hafa skapað sérstakan sess í viðburðum safnsins og menningarlífi héraðsins. Tónleikarnir hafa ævinlega verið mjög ólíkir á milli ára

s.s. fiðlustónlist, dægurtónlist, sinfoníutónlist, þjóðlagatónlist, píanótónlist, óperutónlist svo eitthvað sé nefnt.

Uppbyggingarsjóður styrkti tónleikana.