Fyrirlestur á Húnavöku

21.07.2014

Það var góð aðsókn að áhugaverðum og fróðlegum fyrirlestri Jóhönnu Erlu Pálmadóttur sem haldinn var í Heimilisiðnaðarsafninu sl. sunnudag. Jóhanna nefndi fyrirlesturinn hannyrðakonur í Húnaþingi og fjallaði um nokkrar konur sem allar voru fæddar á ofanverðri nítjándu öld og í byrjun þeirrar tuttugustu.

Um leið og fyrirlesturinn fór fram sýndi Jóhanna nokkra muni sem konurnar hafa unnið og varðveittir eru í Heimilisiðnaðarsafninu.

Eftir fyrirlesturinn settust nokkrar konur að útsaumi og orkeringu og gestir þáðu kaffi og kleinur.