Hollvinir safnsins

Vilt þú gerast hollvinur Heimilisiðnaðarsafnsins?

Þegar byggingarframkvæmdir stóðu yfir við nýja safnhúsið var einstaklingum boðið uppá að gerast hollvinir Heimilisiðnaðarsafnsins. Upphaflega var miðað við að verkefnið stæði í tvö ár og yrði þá endurskoðað. Söfnuðust samtals tæplega 800 þúsund krónur á þessum fyrstu tveimur árum. Margir sem tóku þátt létu skuldfæra af reikningi sínum mánaðarlega allt að 1000 kr., en sumir lögðu fram eingreiðslu sitt hvort árið.
Ákveðið var að verkefnið héldi áfram, en á síðustu árum hefur hollvinum fækkað og nú eru fáir sem leggja þessu málefni lið.

Ef þú vilt gerast hollvinur Heimilisiðnaðarsafnsins er einfalt að láta skuldfæra mánaðarlegar greiðslur eða styrkja safnið með eingreiðslu sem lögð er inn á Hollvinareikning Heimilisiðnaðarsafnsins
kt. 580791-2129 – reikningsnr. 0307-13-700095.