Starfsstefna

Starfsstefna safnsins hefur að leiðarljósi þau markmið sem Heimilisiðnaðarsafnið hefur sett sér eftir því sem fjármunir leyfa og felst í eftirfarandi:

  1. Söfnun. Söfnunarstefna safnsins er sett samhliða starfsstefnu og sýningarstefnu í samræmi við safnalög. Þar er kveðið á um söfnun, skráningu, varðveislu, fræðslu og rannsóknir.
  2. Sýningar. Sýningarstefna safnsins er sett samhliða starfsstefnu og söfnunarstefnu í samræmi við safnalög. Markmið sýninga er að miðla fræðslu, skapa upplifun og hughrif um líf þjóðarinnar frá liðnum tímum.
  3. Opnunartími. Safnið er opið alla daga í júní, júlí og ágúst frá kl. 10 – 17. Auk þess er komið til móts við gesti á öðrum tímum árs eftir samkomulagi. Sérstök áhersla er lögð á að taka á móti nemendum af öllum skólastigum allt árið.
  4. Aðstaða – aðgengi – þjónusta. Í safnahúsinu er sýningarými, skrifstofuaðstaða, geymslurými og vinnurými auk fullkomins öryggiskerfis og brunavarnakerfis. Aðgengi er fyrir alla safngesti að sýningarrýmum, kaffirými og snyrtingum sem uppfylla þarfir hreyfihamlaðra og fatlaðra.
  5. Sérstök áhersla verður lögð á:
    • Samræmingu á skráningu á safnkosti og tengingu við gagnagrunn Sarps.
    • Eflingu fræðilegra rannsókna í safninu, auk málþinga og námskeiðahalds.
    • Fullnægjandi viðhald á safnhúsinu bæði utan- og innandyra. Þar með talin yfirferð á safnmunum og regluleg þrif á húsnæði og safnmunum eftir því sem þörf krefur.
    • Sýningarrými gamla hússins verði bætt.
    • Stöðuga miðlun upplýsinga á vefsíðu safnsins www.textile.is og samfélagsmiðlum um fræðslu-, útgáfu- og markaðsstarf.

Samþykkt af stjórn Heimilisiðnaðarsafnsins á Blönduósi

1. nóvember 2013