Blog Layout

Opnun sumarsýningar 2024

27. maí 2024

“Skynið fyllir vitund” er heiti sérsýningar safnsins sem opnuð verður 1. júní nk. kl. 15:00. Sýningin er unnin af Björgu Eiríksdóttur

Eftir opnun verður boðið upp á kaffi og kleinur að hætti safnsins. 

Á sýningunni eru útsaums- vídeó- og málverk. 

 

Ég er úti í náttúrunni. Ég er líkamleg vitundarvera og skynið fyllir vitundina. Mörkin milli mín og umhverfisins verða óljós og flæðandi. Ég finn fyrir tengingu við umhverfið, andrúmslofti, geislandi þráðum, tifandi rými. Kannski leið mér eins þegar ég var fóstur í móðurkviði, fljótandi um í legvatni, ekki aðskilin umhverfi mínu heldur órjúfanlegur hluti þess. Öðlast ég dýpri skilning á veru minni í vistkerfinu ef ég opna skyninu leið á þennan hátt? Ég er í náttúru, ég er náttúra.

 

Björg var í MA námi við myndlistardeild háskólans í Portó veturinn +354 452 4067, lauk MA í listkennslu frá HA vorið 2017, myndlist frá Myndlistarskólanum á Akureyri 2003 og Bed frá KHÍ 1991. Hún starfar við myndlist samhliða kennslu myndlistar, hefur tekið þátt í fjölda samsýninga og er þetta fimmtánda einkasýning hennar.


13. desember 2024
Laugardaginn 14. desember kl. 15:00 verður hinn hefðbundni Upplestur á aðventu í Heimilisiðnaðarsafninu. Séra Sigurður Ægisson , mun kynna og lesa úr bókum sínum: Völvur á ísland i og Okei , Leitin að upphafi og sögu þekktasta orðatiltækis í heimi. Þá mun Magnús Ólafsson, kynna bók sína Öxin, Agnes & Friðrik, síðasta aftakan á Íslandi. Eftir lesturinn verður boðið upp á heitt súkkulaði og smákökur og höfundar selja og árita bækur sínar. Eigum saman notalega stund í safninu okkar. Allir velkomnir og aðgangur ókeypis.
28. maí 2022
Ágætis aðsókn var að Heimilisiðnaðarsafninu á árinu og fjöldi safngesta hefur náð sér á strik eftir Covid lægðina og var rúmlega 3500 manns.
Fleiri færslur
Share by: