Sýningar

Fastar sýningar

Stjórn safnsins mótaði stefnu um að þema þeirra sýninga sem upp yrðu settar í nýja húsinu skyldi vera þráðurinn. Þráðurinn sem grunnur handíða og tenging sögunnar þ.e. fortíðar við samtímann. Lögð skyldi áhersla á að sýningarnar kölluðu fram tíðaranda, hughrif og stemningu, fremur en að sýna marga líka muni í senn.

Sérsýningar

Á hverju ári frá því nýja safnhúsið var vígt árið 2003 hefur verið opnuð ný sýning íslensks textíllistafólks í Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi.


Um hefur verið að ræða bæði einkasýningar og samsýningar. Allar sýningarnar hafa verið mjög metnaðarfullar en um leið gjörólíkar og vakið mikla athygli sýningargesta og gefið hugmyndir um hve mikil fjölbreytni er í textílflóru Íslands. Sýningarnar eru gjarnan nefndar Sumarsýningar Heimilisiðnaðarsafnsins en hafa oftast staðið uppi frá vori til vors.


Yfirlit yfir Sumarsýningar safnsins aftur til ársins 2003.

Share by: