Fréttir

Fréttir og tilkynningar

13. desember 2024
Laugardaginn 14. desember kl. 15:00 verður hinn hefðbundni Upplestur á aðventu í Heimilisiðnaðarsafninu. Séra Sigurður Ægisson , mun kynna og lesa úr bókum sínum: Völvur á ísland i og Okei , Leitin að upphafi og sögu þekktasta orðatiltækis í heimi. Þá mun Magnús Ólafsson, kynna bók sína Öxin, Agnes & Friðrik, síðasta aftakan á Íslandi. Eftir lesturinn verður boðið upp á heitt súkkulaði og smákökur og höfundar selja og árita bækur sínar. Eigum saman notalega stund í safninu okkar. Allir velkomnir og aðgangur ókeypis.
27. maí 2024
“Skynið fyllir vitund” er heiti sérsýningar safnsins sem opnuð verður 1. júní nk. kl. 15:00. Sýningin er unnin af Björgu Eiríksdóttur
28. maí 2022
Ágætis aðsókn var að Heimilisiðnaðarsafninu á árinu og fjöldi safngesta hefur náð sér á strik eftir Covid lægðina og var rúmlega 3500 manns.
Eldri fréttir
Share by: