Upplestur í Heimilisiðnaðarsafninu á sunnudaginn

16.12.2012

Sunnudaginn 16. desember kl. 15:00 verður upplestur í Heimilisiðnaðarsafninu  úr eftirtöldum bókum:

  • Skagfirskar skemmtisögur 2 – höfundur Björn Jóhann Björnsson, kynnir og les.
  • Bjarna – Dísa – eftir Kristínu Steinsdóttur, Kolbrún Zophoníasdóttir, kynnir og les.
  • Elly – ævisaga Ellyjar Vilhjálms eftir Margréti Blöndal, Kristín Guðjónsdóttir, kynnir og les.

Eftir upplesturinn verður boðið uppá heitt súkkulaði, kaffi og smákökur.

Allir velkomnir – aðgangur ókeypis.

Minnt er á að í litlu safnbúð Heimilisiðnaðarsafnsins má fá sitthvað til jólagjafa s.s. hinar vinsælu laufabrauðsvörur sem eru tilvaldar til jólagjafa innanlands og utan.