Sýningarstefna

Markmið og tilgangur Heimilisiðnaðarsafnsins er að sýningar þess miðli fræðslu, skapi upplifun og hughrif um líf þjóðarinnar.

Sýningar safnsins skulu endurspegla grunn handíða úr fortíðinni, sýna tengsl við samtímann og vísa veg til framtíðar.

Sýningar safnsins eru endurskoðaðar og yfirfarnar árlega. Í því felst m.a. að safnmunir eru teknir út úr sýningum og “hvíldir” en aðrir settir inn til þess að skapa hreyfingu þannig að safngesturinn eigi kost á að sjá og upplifa eitthvað nýtt.

Í samræmi við þessa stefnumörkun er eftirtaldar sýningar að finna í safninu: 

  • Útsaumssýning: Áhersla er lögð á útsaum frá fyrri tíð.
  • Þjóðbúningar: Úrval íslenskra þjóðbúninga.
  • Ullarsýning: Vinnsluferli ullar, allt frá reifi til unninna flíka.
  • Halldórustofa: Sýning helguð lífi og starfi Halldóru Bjarnadóttur.
  • Áhöld og amboð: Sýning á ýmsum áhöldum sem notuð voru til heimilisiðnaðar
  • Einkasýningar: Árlega er opnuð ný einkasýning íslensks textíllistafólks. Lögð er áhersla á fjölbreytileika í efnistökum.

Samþykkt af stjórn Heimilisiðnaðarsafnsins á Blönduósi

1. nóvember 2013