Viðburðir á haustdögum

18.12.2022

Einn af föstu liðum í starfi safnsins er fyrirlestrarhald um hin ólíkustu efni.

Laugardaginn 19. nóvembr þáði Bjarni Guðmundsson, prófessor emeratus boð  um að heimsækja safnið og flytja fyrirlestur sem bar nafnið “Konur breyttu búháttum”. Bjarni byggði fyrirlestur sinn á samnefndri bók sem hann ritaði fyrir nokkrum árum og fléttast þar inn í saga Mjólkurskólans á Hvanneyri og Hvítárvöllum. Fengu áheyrendur innsýn í þá áhrifaþætti sem mótuðu upphaf mjólkuriðnaðar hér á landi en þar voru konur sterkir áhrifavaldar.

Ágætis aðsókn var að fyrirlestrinum og mjög góður rómur gerður að honum enda  bæði skemmtilegur og fróðlegur.

Geta má þess að Bjarni er ekki aðeins þekktur sem kennari við Landbúnaðarháskólnn á Hvanneyri, heldur hefur hann ritað fjölmargar bækur, bæði ævisögurit en ekki síst bækur sem fjalla um búhætti og bútækni með sérstakri áherslu á síðustu fimmtíu til sjötíu ár. Síðast en ekki síst hefur Bjarni verið driffjöður við uppbyggingu og rekstur Bútæknisafnsins á Hvanneyri um nánast hálfrar aldar skeið.

 

Sunnudaginn 11. desember fór fram “Upplestur á aðventu”. Að þessu sinni lásu þau Ásgerður Pálsdóttir, Sigurjón Guðmundsson og Kolbrún Zophoníasdóttir upp úr bókunum: Aldrei nema vinnukona, höfundur Sveinbjörg Sveinbjörnsdóttir, Með grjót í vösunum eftir Svein Torfa Þórólfsson og Jagúar skáldsins, höfundur Óskar Magnússon.

Upplesarar gáfu góða innsýn í viðkomandi bækur og afar góð stemning myndaðist á meðal áheyrenda.

Ókeypis aðgangur var að báðum þessum viðburðum og veitingar að hætti safnsins.