Vefsýningar
Nokkrar vefsýningar hafa verið unnar upp úr kosti safnsins. Þær má nálgast hér á eftir.
 

Að koma ull í fat

Að koma ull í fat er vefsýning sem byggir á safnfræðslu grunnskólabarna um það ferli að breyta ull í þráð til að vinna úr klæði á heimilum landins fyrr á tímum. Miðað var við að hafa texta skýran og einfaldan og myndir lýsandi enda markhópurinn fyrst og fremst börn og ungmenni. Gerð vefsýningarinnar var styrkt af Safnasjóði.
Margskonar ítarefni um ullarvinnslu má finna á netinu en hér er bent sérstaklega á myndband um ullarvinnslu sem Árbæjarsafn gaf út og sjá má hér fyrir neðan.

Sækja má sýninguna á PDF formi hér en hún er einnig aðgengileg á ensku og þýsku

    

 

Íslenska lopapeysan

„Íslenska lopapeysan“ farandsýning – uppruni, saga og hönnun, var sérsýning safnsins sumarið 2019. Um var að ræða samstarfsverkefni Heimilisiðnaðarsafnsins, Hönnunarsafns Íslands og Gljúfrasteins.  Sýningin var fyrst opnuð í Hönnunarsafnið Íslands 2017 en var svo sett upp árið 2018 á Nord Atlantes Brygge í Kaupmannahöfn og í Odense síðar sama ár. Nú hefur verið unnin vefsýning sem byggð er á sýningunni sem sjá má hér að neðan.

Sækja má sýninguna á PDF formi hér en hún er einnig aðgengileg á ensku .

  

Illeppar sem hlýjuðu fótum fyrr á öldum

 Heimilisiðnaðarsafnið, Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna á Reykjum í Hrútafirði ásamt Byggðasafni Skagfirðinga unnu sameiginlega að vefsýningu um illeppa og er sú sýning vistuð hér á heimasíðu Sarps.