Upplestur á aðventu

29.11.2018

Hátt í 40 manns hlýddu á upplestur úr nýjum bókum í
Heimilisiðnaðarsafninu sunnudaginn 25. nóv. sl.
Höfundarnir Jón Björnsson og Sigurður Pétursson, lásu og kynntu
nýútkomnar bækur sínar, en Sigurjón Guðmundsson las upp úr bók
Hólmfríðar K. Gunnarsdóttur, sem ekki átti heimangengt.
Titill bókar Jóns ber nafnið ”Rassfar í steini” en skáldsaga Sigurðar heitir
“Út í nóttina” og bók Hólmfríðar “…hjá grassins rót. Ólíkar bækur sem
ánægjulegt var að fá innsýn í og gestir gerðu góðan róm að.
Viðburðurinn “Upplestur á aðventu” fer árlega fram á aðventunni í
Heimilisiðnaðarsafninu en nú var tekið forskot á sæluna rétt fyrir
aðventu. Í þetta sinn eiga allir höfundarnir sterk tengsl við Austur –
Húnavatnssýslu, Jón Björnsson frá Húnsstöðum, Sigurður Pétursson,
fyrrum dýralæknir, frá Merkjalæk og Hólmfríður K. Gunnarsdóttir frá
Æsustöðum.
Eftir lesturinn þáðu viðstaddir heitt súkkulaði og smákökur og áttu
notalega samverustund í safninu.