Þjóðbúninganámskeið

25.02.2019

Viltu sauma þjóðbúning eða laga eldri búning!

Ath! með vísan til auglýsingar í Skilaboðum er skráning framlengd!

Heimilisiðnaðarsafnið býður upp á námskeið við að sauma upphlut,
peysuföt, eða telpnabúning, nítjándu eða tuttugustu aldar. Einnig
aðstoð við að laga eldri búninga.

Heildartími námskeiðs eru 35 – 40 klst. og mun hefjast innan skamms
ef næg þátttaka fæst.

Leiðbeinandi verður Helga Sigurbjörnsdóttir, Sauðárkróki.

Skráning framlengd til og með 27 febrúar n.k.
Nánari upplýsingar veitir Elín í síma 452 4287/862 6147