Frá þjóðbúninganámskeiði

14.03.2019

Fyrir skömmu hófst námskeið í þjóðbúningasaumi í Heimilisiðnaðarsafninu en safnið hefur annaðhvert ár boðið uppá slík námskeið.
Námskeiðið er vel sótt en samtals 7 konur sækja það í þetta sinn. Nokkrar kvennanna eru að sauma nýjan búning, peysuföt eða upphlut. Aðrar eru að laga eldri búninga og sumar sauma skyrtu og svuntu við upphlut.
Leiðbeinandi námskeiðsins er Helga Sigurbjörnsdóttir, en vegna forfalla verður námskeiðinu frestað um sinn en tekið síðar til óspilltra málanna.
Það er mikil áskorun að sauma þjóðbúning en afar ánægjulegt þegar verkefninu er lokið og stoltar konur klæða sig uppá í búning sem þær sjálfar hafa saumað.