Fyrirlestrar í Heimilisiðnaðarsafninu

29.08.2019

Sunnudaginn 1. september klukkan 15 verða haldnir tveir fyrirlestrar um söðla og reiðtygi í Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi. Sigríður Sigurðardóttir, sagnfræðingur mun flytja fyrirlesturinn Prýðileg reiðtygi og Ragnheiður Þórsdóttir, veflistakona og kennari flytur fyrirlesturinn Söðuláklæðin gömlu. Fyrirlestrarnir eru tileinkaðir evrópskum menningarminjadögum. Fyrirlestrarnir eru tileinkaðir evrópskum menningarminjadögum.

Allir eru velkomnir, aðgangseyrir safnsins gildir. Kaffi og kleinur í boði að aflokinni dagskrá.