Góðir og fræðandi fyrirlestrar

11.09.2019

Góðir og fræðandi fyrirlestrar um reiðtygi voru haldnir í Heimilisiðnaðarsafninu 1.
september síðastliðinn.

Sigríður Sigurðardóttir, sagnfræðingur og fyrrumsafnstjóri Byggðasafnsins í
Glaumbæ flutti fyrirlestur sem bar heitið “Prýðileg reiðtygi”. Rakti Sigríður í máli
og myndum útlit og sögu reiðtygja frá fornu fari til okkar tíma, hvernig þau hafa
þróast í tímans rás bæði hvað varðar skreytingar, þægindi og hagkvæmni.

Ragnheiður Þórsdóttir, veflistakona, kennari og verkefnisstjóri hjá
Þekkingarsetrinu á Blönduósi, flutti fyrirlestur sem hún nefndi “Söðuláklæðin
gömlu”. Sýndi hún myndir og greindi frá hvernig söðuláklæði voru notuð ásamt
hve fagurlega þau voru allajafna ofin, oftast með jurtalituðum blómamunstrum.

Fyrirlestrarnir voru sérstaklega tileinkaðir Menningardögum Evrópu 2019, sem
stóðu yfir frá 30. ágúst til 1 september þar sem áhersla var lögð á
menningarminjar/menningararf og tengsl sögu okkar og menningar við Evrópu. Í
því sambandi má geta þess að Söðuláklæði eða yfirbreiðslur tíðkuðust svo lengi
sem hesturinn var þarfasti þjónninn og reiðtygi hefðarfólks fyrr á öldum voru
margvíslega skreytt með málmi, kopar, tini ofl. sem innflutt var frá Evrópu.

Því miður voru þessir ágætu fyrirlestrar ekki vel sóttir, en að aflokinni dagskrá
þáðu gestir kaffiveitingar að hætti safnsins og áttu saman notalega spjallstund.

Ragnheiður Þórsdóttir og Sigríður Sigurðardóttir.

Hluti áheyranda.