Ný vefsýning: Að koma ull í fat

5.04.2020

Heimilisiðnaðarsafnið hefur gefið út vefsýningu sem byggir á safnfræðslu grunnskólabarna um það ferli að breyta ull í þráð til að vinna úr klæði á heimilum landins fyrr á tímum. Í neyslusamfélagi nútímans þar sem flestir eiga gnótt fata, gleymist gjarnan hve stutt er síðan íslenska þjóðin varð að vinna öll sín klæði frá grunni úr því hráefni sem var nærtækast. Í sýningunni er fjallað um og sýnd þau fjölmörgu handtök sem þurfti til að breyta ull í þráð sem hægt var að umbreyta í klæði – að koma ull í fat. Gerð vefsýningarinnar var styrkt af Safnasjóði og er henni ætlað að höfða til barna og ungmenna og vekja athygli á verkmenningu fyrri tíma.

Vefsýninguna má sjá hér á eftir, en framvegis verður hún einnig aðgengileg hér á heimasíðu safnsins undir flokknum Sýningar.