Heimilisiðnaðarsafnið hreint og öruggt

20.02.2021

Heimilisiðnaðarsafnið er þátttakandi í verkefninu Hreint og öruggt / Clean & Safe sem Ferðamálastofa stýrir. Með þátttökunni mun Heimilisiðnaðarsafnið taka á móti safngestum sínum á ábyrgan og öruggan hátt og sinna þrifum og sóttvörnum af samviskusemi og fylgja eftir fremsta megni sóttvarnarreglum.

Minnum á opnunartíma safnsins alla daga frá 1. júní til 31. ágúst frá kl. 10:00 til 17:00 – á öðrum tímum fyrir hópa eftir samkomulagi.