Heimsóknir skólabarna

14.03.2012

Í síðustu viku var nemendum 5. bekkjar úr grunnskólum héraðsins boðið í heimsókn í Heimilisiðnaðarsafnið. Krakkarnir skoðuðu safnið og fengu að kemba og spinna og einnig að vefa í vefstól. Heimsóknir skólabarna er fastur liður í vetrarstarfi safnsins og eins og sjá má á meðfylgjandi myndum skín bæði áhugi og ánægja útúr andlitum þeirra. Fleiri myndir frá heimsóknunum er að finna hér á myndasíðu safnsins.