Þjóðbúningasýning í safninu

22.07.2012

Í dag klukkan 15:00 verður, í samstarfi við Heimilisiðnaðarfélag Íslands, haldin þjóðbúningasýning í Heimilisiðnaðarafninu. Konur uppáklæddar í faldbúning (krókfaldur og spaðafaldur), einnig í 19. og 20. aldar peysufötum og upphlutum, í skautbúningi og kyrtli, munu spranga um safnið. Telpur og drengir sýna 19. og 20. aldar búning og 19. aldar karlbúningur verður líka sýndur.

Oddný Kristjánsdóttir, klæðskeri og kennari í þjóðbúningasaum hjá Heimilisiðnaðarfélagi Íslands mun kynna búningana og stjórna herlegheitunum.

Við hvetjum alla sem eiga íslenskan búning í hvaða mynd sem er að klæða sig uppá og sýna sig og sjá aðra.

Kaffi og kleinur innifalið í aðgangseyri.

 

(Mynd: Heimilisiðnaðarfélag Íslands)