Söngur, tónlist og ungpíunærföt!

8.10.2012

Í tilefni af Sögulegri safnahelgi, 13. og 14. október n.k. verður Heimilisiðnaðarsafnið opið báða dagana frá kl. 12:00 – 18:00.

Á laugardeginum kl. 15:00 verður boðið upp á sérstaka dagskrá þar sem fram koma Alexandra Chernyshova, óperusöngkona, Sigurdís Sandra Tryggvadóttir, sem leikur á saxafón og Margrét Arna Vilhjálmsdóttir sem grípur í gítarinn.

Ungar stúlkur rölta um á meðal gesta klæddar ungpíunærfötum frá fyrri hluta 20. aldar.

Nú eru allra síðustu forvöð að sjá Sumarsýningu safnsins “Bútar úr fortíð” eftir Írisi Ólöfu Sigurjónsdóttur.

Kaffi og kleinur innifalið í aðgangseyri báða dagana – ókeypis fyrir börn 16 ára og yngri.