Vel heppnaðir stofutónleikar

23.05.2015

Einstaklega skemmtilegir tónleikar í Heimilisiðnaðarsafninu á íslenska Safnadeginum.

Þau Herdís Anna og Steef fóru á kostum í tónlistarflutningi sínum. Efnisskrá þeirra samanstóð fyrst og fremst af íslenskum þjóðlögum, þulum og vísum sem tók á sig ýmsar myndir þar sem þau hjón ljáðu líka rödd sína í tali og tónum. Þá var ótrúlegt að fylgjast með hvernig þau spiluðu ekki aðeins á hefðbundin hljóðfæri s.s. víólu og marimbu (sú stærsta hérlendis) heldur einnig á steinaspil Páls frá Húsafelli, svo og allkyns heimatilbúin hljóðfæri s.s. skyrdollur, vélsagarblöð, berjatínu, teskeiðar, og m.fl. Þau framkölluðu ótrúlega falleg hljóð sem rímuðu inn í flutninginn á heildrænan og skemmtilegan hátt.

Áheyrendur voru í skýjunum eftir þennan einstaka atburð þar sem þeir upplifðu frábæra stemmningu í tali, tónum og hljóðum.

Eftir tónleikana þáðu gestir kaffi og formkökur að íslenskum sið og áttu saman notalega stund.