Opnun sumarsýningar

21.05.2016

Í tilefni Alþjóðlega safnadagsins verður Heimilisiðnaðarsafnið opið sunnudaginn 22. maí frá kl. 14:00 – 17:00.

Þann dag kl. 15:00 verður opnuð sýning myndlistarkonunnar Önnu Þóru Karlsdóttur, sem ber heitið “Vinjar”. Má með sanni segja að Sumarsýning safnsins að þessu sinni vísi beint í þema safnadagsins sem er menningarlandslag.

Þennan dag er ókeypis aðgangur ásamt kaffi og jólaköku.
Heimilisiðnaðarsafnið verður síðan opið alla daga frá 1. júní til 31. ágúst frá kl. 10:00 til 17:00.