Viltu sauma þjóðbúning eða laga eldri búning?

31.01.2017

Heimilisiðnaðarsafnið býður upp á námskeið við að sauma upphlut, peysuföt, eða telpnabúning nítjándu eða tuttugustu aldar. Einnig aðstoð við að laga eldri búninga.
Heildartími námsskeiðs eru 40 klst. og mun hefjast um miðjan febrúar ef næg þátttaka fæst.

Leiðbeinandi verður Helga Sigurbjörnsdóttir, Sauðárkróki.
Þátttaka tilkynnist fyrir 9. febrúar, nánari upplýsingar veitir Elín í síma 452 4287/862 6147